Landsbókasafn Íslands er 200 ára og í tilefni af því voru Öryggisgeymslur safnsins heimsóttar. Þar eru geymdar gersemar Íslendinga sem sjaldan koma fyrir augu almennings.
Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafnsins, frá Guðbrandsbiblíu, handskrifuðu handriti Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum, þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, teikningu eftir Sólon Íslandus, ákalli frá Landlækni vegna Spænskuveikinnar o.fl.