Gerir sjónvarpsþætti eftir Sjálfstæðu fólki

Innlent
 · 
Menningin
 · 
Menningarefni
epa04914149 Islandic director Baltasar Kormakur poses for the photographers at the photocall for 'Everest' during the 41st annual Deauville American Film Festival, in Deauville, France, 05 September 2015. The festival runs from 04 to 13
 Mynd: Etienne Laurent  -  EPA

Gerir sjónvarpsþætti eftir Sjálfstæðu fólki

Innlent
 · 
Menningin
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
15.05.2017 - 19:00.Bergsteinn Sigurðsson.Menningin
Baltasar Kormákur og framleiðsufyrirtækið hans Reykjavík Studios hafa skrifað undir samning við RÚV um að framleiða þáttaröð byggða á Sjálfstæðu fólk eftir Halldór Laxness. Baltasar ætlar að gera kvikmynd eftir fyrstu bókinni en sex sjónvarpsþættir eftir hinum bókunum verða sýndir á sama tíma. Kostnaður við verkefnið nemur einum og hálfum milljarði.

Sjálfstætt fólk kom fyrst út í fjórum bindum í tveimur bókum á árunum 1933 til 1935.

Baltasar Kormákur hefur lengi haft hug á að gera mynd eftir bókinni og segir það meðal annars hafa gert það að verkum að hann varð kvikmyndagerðarmaður. „Síðustu fimm árin hef ég haft réttinn á þessu en ég hef verið að bögglast með hvernig sé best að gera þetta. Ég ætlaði að gera bíómynd en fannst hún ekki passa í bíómyndaformið, þetta er svo stór saga. Svo kom þessi hugmynd að gera bíómynd úr fyrstu bókinni en sýna svo sex sjónvarpsþætti á sama tíma,“ segir Baltasar.

Leikstjórinn keypti kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólk fyrir fimm árum og sagði þá í Kastljósi að þetta væri stóra bók Íslendinga „og mig hef­ur lengi dreymt um að kvik­mynda hana.“ 

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir gríðarlega eftirspurn eftir vönduðu leiknu íslensku efni. „Ófærð ruddi brautina. Svo koma aðrir í kjölfarið. Þessi staða hefur aldrei verið uppi áður. Það er verið að kalla eftir því: Komið með meira gott efni. Við erum tilbúin að kaupa það og sýna það. Við erum orðin nógu örugg til að segja: Það er kominn tími til að ráðast í þetta þrekvirki.“

Handritsskrifin eru þegar hafin og verið er að leita að hentugum tökustöðum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er í kringum einn og hálfan milljarð. Nánar verður fjallað um þetta í Menninguni í Kastljósi í kvöld og á vef ruv.is.