Frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu.
36 þingmenn stjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokks auk Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknar samþykktu frumvarpið, 5 greiddu atkvæði gegn því og 7 sátu hjá.
Fimmtán þingmenn og ráðherrar voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Þeir sem greiddu atkvæði gegn málinu eða sátu hjá sögðu það fyrst og fremst vegna aðkomu Björgólfs Thors Björgólfssonar að rekstri gagnaversins vegna hlutar hans í bankahruninu. Margrét Tryggvadóttir sagði að í þessu máli yrði Alþingi að taka siðferðislega forystu.