Fyrsti markaskorarinn látinn

13.03.2012 - 15:01
Mynd með færslu
Fyrsti markaskorarinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Timo Konietzka, lést í gær, en hann fékk aðstoð til að enda líf sitt eftir langvinn veikindi.

Konietzka varð 73 ára, en hann þjáðist af krabbameini síðustu árin.  Eiginkona hans, Claudia, sagði þýska dagblaðinu Bild í dag að það hann hefði ákveðið að tími væri kominn til að deyja.  Konitzka skoraði fyrsta markið sem var skorað í þýsku úrvalsdeildinni, eða Bundesliga eins og hún heitir í Þýskalandi, þegar hún var stofnuð árið 1963.  Hann skoraði strax á fyrstu mínútu í leik liðs hans, Borussia Dortmund, gegn Werder Bremen þann 24 ágúst.  Dortmund tapaði reyndar leiknum, en Konietzka vann tvo meistaratitla með Dortmund og 1860 frá München og lék átta landsleiki fyrir Þjóðverja.  Hann flutti síðan til Sviss og sem þjálfari stjórnaði hann FC Zürich til fjögurra meistaratitla.  Konietzka eyddi síðustu ævidögum sínum á heimili sínu og kona hans segi hann hafa drukkið einn bjór áður en hann tók líf sitt.