Skammt er á milli nýju sprungnanna sem opnuðust í morgun, nærri Dyngjujökli, og fyrri gosstöðva. Lára Ómarsdóttir fréttamaður tók myndband af nýju gossprungunum rétt norður af jaðri Dyngjujökuls í morgun og er það fyrsta myndskeiðið sem var tekið af nýju sprungunum.

Lára var á ferð ásamt Hauki Snorrasyni flugmanni og Snorra B. Jónssyni. Þau flugu yfir eldstöðvarnar í morgun og uppgötvuðu ná nýju sprungurnar. Vísindamenn hafa síðan staðfest að talsverðar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum.