Fylgi Íhaldsflokksins eykst

16.04.2017 - 12:12
Erlent · Brexit · Evrópa
epa05892037 British Prime Minister Theresa May looks on ahead of her meeting with European Council President Donald Tusk (not pictured) at 10 Downing Street in London, Britain, 06 April 2017. The two leaders held talks on Brexit negotiations.  EPA/ANDY
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.  Mynd: EPA
Breski Íhaldsflokkurinn, flokkur Theresu May forsætisráðherra, hefur aukið fylgi sitt að undanförnu ef marka má könnun sem gerð var fyrir breska blaðið Independent.

Samkvæmt henni er fylgi Íhaldsflokksins 21 prósentustigi meira en Verkamannaflokksins eða 46 prósent. Þetta er mesti munur á fylgi flokkanna síðan í maí 2009.

Verkamannaflokkurinn er með 25 prósenta fylgi samkvæmt könnun Independent, Frjálslyndir demókratar 11 prósent og Breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP 9 prósent. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV