Fréttastofa biðst velvirðingar á frétt sem var flutt í Sjónvarpinu í gær þar sem að Tryggvi Guðmundsson sagðist ánægður með aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilunum. Þegar fréttamaður spurði Tryggva um tengsl hans við stjórnmálaflokka leyndi Tryggvi fréttamanninn því að hann hefði verið svæðisfulltrúi VG á Dalvík fram að síðustu sveitarstjórnarkosningum. Ennfremur sagðist hann ekki vera flokksbundinn.

Það voru mistök fréttamannsins að kanna ekki bakgrunn Tryggva nánar og harmar Fréttastofa RÚV að fréttin skyldi vera birt. Það samræmist ekki stefnu Fréttastofunnar að leyna áhorfendur og hlustendur upplýsingum um tengsl viðmælenda við stjórnmálaflokka eða hagsmunasamtök. Fréttin er dregin til baka.