Fred Hersch tríóið á Jazzhátíð

12.08.2017 - 20:20
Tónleikar Fred Hersch tríósins í Eldborgarsal Hörpu, sem fram fóru á Jazzhátíð 12. ágúst. Með píanóleikaranum Fred Hersch leika John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur. Umsjón: Pétur Grétarsson.

Fred Hersch er fæddur árið 1955. Hann kom fyrst á sjónasviðið í slagtogi við trompetleikarann Art Farmer 1978 og hefur síðan þá leikið með mörgum helstu kyndilberum jazzins  t.d. Joe Henderson, Toots Thielemans, Charlie Haden, Stan Getz, Bill Frisell ofl. Fred Hersch er ötull kennari og stíll hans t.a.m. talinn hafa haft mikil áhrif á vinstri handar nálgun píanistans Brad Mehldau.

Hann var fyrstur píanista til að leika einleik á hinum fræga klúbbi Village Vanguard í New York 7 kvöld í röð. Hersch hefur fengið 10 Grammy tilnefningar og er einn þeirra sem hafa leitt jazzinn áfram á skapandi veg með margbrotnum leik hvort sem er í formi einleiks, tvíleiks eða tríós þar sem ætíð er sóst eftir að koma tónlistinni á næsta plan og hrífa áheyrandann með.

Tónleikar Hersch í Reykjavík eru framkvæmdir í samvinnu við Hinsegin daga. Auk þess að spila tónleika á lokakvöldi Hinsegin daga verður Hersch með spjall um sína reynslu af að vera hinsegin jazztónlistarmaður. Hann er ötull tals- og stuðningsmaður AIDS samtaka vestanhafs.

Mynd með færslu
Vefritstjórn
Jazzhátíð Reykjavíkur