Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, segir hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa opinberra starfsmanna til ársins 2013 vera fráleitar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir vangaveltur af því tagi ótímabærar og engar ákvarðanir um slíkt hafi verið teknar hjá ríkisstjórninni.

Félagsmálaráðherra ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um tækifæri í niðurskurði hins opinbera. Þar kallar ráðherra meðal annars eftir þjóðarsátt um frystingu launa opinberra starfsmanna til ársins 2013, enda sé engin innistæða fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera á næstunni.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir hugmyndirnar ótímabærar, enda taki vinna við fjárlagagerð nú einungis til ársins 2011. Steingrímur segir þetta sjónarmið félagsmálaráðherra, en það liggi engin stefnumótun að baki af hálfu ríkisstjórnarinnar. 

Helgu lýst vægast sagt illa á hugmyndir Félagsmálaráðherra. Hann tali í fyrsta lagi eingöngu um opinbera starfsmenn og í öðru lagi hafi mörg aðildarfélög BSRB með lausa samninga í nokkur ár. Hún spyr hvort verið sé að tala um að laun þessara starfsmanna verði fryst í fjögur til fimm ár. Það sé fráleitt. Hún segir þetta mjög óheppilegt útspil hjá félagsmálaráðherra.