Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að svara þeirri fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að hann hafi ekki borið upp formlega tillögu um þingrof né kynnt forsetanum slíka tillögu þegar þeir áttu fund á Bessastöðum í morgun í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Forsetinn greindi fréttamönnum frá því í hádeginu í dag að hann gæti ekki fallist á beiðni forsætisráðherrans fyrr en hann hefði rætt við hinn ríkisstjórnarflokkinn.
Sigmundur Davíð hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla í dag - hann vildi til að mynda ekkert tjá sig við fréttamann RÚV á bílastæðinu við Stjórnarráðshúsinu en vísaði þó í Facebook-síðu sína.