Andri Valgeirsson, tók myndband með flygildi sínu á miðnætti í höfuðborginni í gær þegar nýtt ár gekk í garð en þá er hefð fyrir því að Íslendingar setji á svið flugeldasýningu. Kvöldið í gær var engin undantekning - flugeldarnir lýstu upp næturmyrkrið í miklu sjónarspili.