„Borgaryfirvöld í Lúxemborg settu upp litrík píanó víða um borgina um sumarið. Ég gerði myndband þar sem ég lék þetta verk fyrir móður mína á mismunandi píanó. Það breiddist út á netinu og þá sá ég að þetta væri góð hugmynd. Þó að tónlistin mín sé klassísk einset ég mér að hreyfa við fólki sem hlustar almennt ekki á klassíska tónlist. Mér þótti afbragsðhugmynd að fara með þetta frá Lúxemborg og um alla Evrópu. Upp frá þessu þróaðist verkefnið My Urban Piano þar sem ég fer til menningarborga Evrópu.“

Rætt var við Ianni í Menningunni og má horfa á innslagið hér að ofan.