Fjórir heimsmeistaratitlar á heimsmeistaramóti

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ísland vann fern gullverðlaun í íþróttakeppninni á heimsmeistaramóti Íslenska hestsins sem var að ljúka í Hollandi. Þá voru tveir af íslensku kynbótahestunum efstir í sínum aldursflokki.

Ísland fékk að auki Liðsbikarinn sem er veittu stigahæsta keppnisliðinu. Þá fékk Máni Hilmarsson viðurkenningu frá Alþjóðasamtökum Íslandshestafélaga fyrir lýtalausa reiðmennsku.

Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri Íslenska liðsins kvaðst þokkalega sáttur að móti loknu. „Auðvitað hefðum við viljað meira og það var svekkjandi að við skildum ekki landa gull í fimmgangnum, það voru vonbrigði. En heilt yfir er ég sáttur og ekki síst er ég ánægður með ungmennin, þetta var svolítið þeirra mót,“ sagði Páll Bragi.

Þórarinn í öðru sæti

Þórarinn Eymundsson á Narra frá Vestri – Leirárgörðum í fimmgangi á Heimsmeistarmóti íslenska hestsins  sem var að ljúka í Hollandi. Fimmgangur var síðasta greinin á mótinu og þótti Þórarinn sigurstranglegur fyrir úrslitin.

Svo fór hinsvegar að Frauke Schenzel á Gusti vom Kronshof hafði betur en aðeins munaði þremur kommum á þeirra einkunnum. Frauke fékk 7.29 en Þórarinn 7.26.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður