Fjölda flóttamanna saknað eftir helgina

08.05.2017 - 13:48
epa05328921 A handout picture released by the Italian Navy shows people jumping off with other in the waters around a capsized boat as it overturns in Canal of Sicily off the Libyan coast, 25 May 2016. The Italian navy says it has recovered five bodies
 Mynd: EPA  -  ANSA
Óttast er að hátt í tvö hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar tveimur bátum hvolfdi undan ströndum Líbíu um nýliðna helgi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðastofnunarinnar um fólksflutninga, IOM, komust sjö lífs af í öðrum bátnum, en 113 er saknað.

Þá greinir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frá því að að minnsta kosti áttatíu sé leitað eftir að gúmmíbátur sökk nokkru eftir að hann lét úr höfn í Líbíu á föstudag. Alls voru 132 í bátnum. Um það bil fimmtíu var bjargað um borð í flutningaskip sem kom með hópinn til hafnar á Sikiley í gær.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV