Alþjóðlegur dagur fíflagangs (International Silly Walk Day) er í dag og Íslendingar eru með í fyrsta sinn. Fíflagangbrautarmerki var sett upp í Vonarstræti af þessu tilefni og voru vegfarendur ekki lengi að bregðast við.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar voru ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi við gangbrautina. 

Hugmyndin kemur úr ógleymanlegu atriði breska grínflokksins Monty Python þar sem John Cleese fór á kostum.