Ferðamennirnir fundnir

05.01.2017 - 21:02
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, sem týndust á vélsleða við Langjökul í dag, eru fundnir. Björgunarsveitarfólk fann þau fyrir stundu.

Um 180 björgunarsveitarmenn leituðu að parinu, sem er á sextugsaldri, og var í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi. Þau urðu viðskila við hópinn og skiluðu sér ekki til baka. Það var um þrjúleytið sem uppgötvaðist að fólkið var týnt. Vonskuveður hefur verið á leitarsvæðinu, hvasst og blint, sögn Þorsteins Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.Fólkið virðist hafa áttað sig á villunni, stöðvað för og haldið sig við vélsleðann þar til aðstoð barst. Þau voru vel búin en aðeins orðin köld. Björgunarsveitarmenn hlúa nú að þeim í bíl og munu flytja þau til Reykjavíkur í kvöld.