Fann dýrmætt Warhol-verk inni í geymslu

24.07.2017 - 17:40
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Rokkarinn Alice Cooper fann nýverið verk eftir myndlistarmanninn Andy Warhol upprúllað í hólki inni í geymslu þar sem það hefur legið óhreyft í 40 ár. Talið er að verkið geti verið hundruð milljóna króna virði. Það er silkiþrykk sem heitir Litli rafmagnsstóllinn – svarthvít ljósmynd af rafmagnsstól á eldrauðum grunni, 55 sinnum 70 sentimetrar, og er talið vera frá 1964 eða 65.

Í sömu geymslu var rafmagnsstóll sem Cooper notaði á sviði til að hneyksla æsta aðdáendur. The Guardian greinir frá því að Cooper hafi borgað 2500 dollara fyrir verkið á sínum tíma, sem á verðlagi dagsins í dag væri um ein og hálf milljón, og að hann íhugi nú að hengja það upp á heimili sínu frekar en að selja það.

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV