Segja má að Evrópusambandið hafi gefist upp á Bretum varðandi útgöngumál þeirra. Undirritaðir samningar hafa lítið gildi vegna andstöðu heimafyrir. Bretar vilji eitthvað annað - en hvað? Bogi Ágústsson ræddi þennan stöðuga vandræðagang í Brexit-málum og langlundargeð evrópskra leiðtoga, sem er á þrotum. Svo var fjallað um Venesúela, þar sem óvissa ríkir um framtíð Maduro, forseta. Sagt er að rússnesk flugvél sé tilbúinn að flytja hann á brott. Loks var skrafað svolítið um sænsk stjórnmál.