Nú eru aðeins átta dagar þar til hljómsveitin Pollapönk heldur til Kaupmannahafnar til að taka þátt í Eurovision. Hljómsveitin hefur sent frá sér öllu lágstemmdari útgáfu af laginu, sem hlýða má á í myndbandi sem fylgir þessari frétt.

Það verður nóg að gera hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar þegar til Kaupmannahafnar. Fyrsta æfingin er strax daginn eftir að út er komið, síðan taka við alls kyns viðburðir og kynningarstarf áður en hljómsveitin stígur á svið. Pollapönk spilar á fyrra kvöldi forkeppninnar, 6. maí næstkomandi. Seinni forkeppnin er 8. maí og 10. maí leika þeir tónlistarmenn sem komast áfram til úrslita.

Vika er liðin síðan plata Pollapönks kom út. Þó sigurlagið úr íslensku forkeppninni beri hæst er það að finna í fleiri en einni útgáfu. Þar er nefnilega að finna öllu rólegri útgáfu en þá sem komst áfram. Þá útgáfu er að finna á myndbandinu sem fylgir þessari frétt.