„Erum afslappaðir í augnablikinu“

01.10.2015 - 20:03
Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í kvöldfréttum RÚV að þeir væru frekar afslappaðir í augnablikinu - viðbúnaður hefur verið aukinn og eftirlit lögreglu sömuleiðis. „Við óttumst ekki að þetta ógni byggð og munum halda hringveginum opnum,“ sagði Sveinn.

Almannavarnir lýstu yfir hættustigi síðdegis í dag. Veðurstofan hafði áður lýst því yfir að hlaupið kynni að vera eitt það stærsta sem komið hefði úr Skaftárkötlum.

Kristín Sigurðardóttir, fréttamaður, var við jökulsporðinn í dag þar sem vísindamenn voru við mælingar. Hún sá hvernig hlaupið frussaðist út undan jökli. Myndir af þeim náttúruhamförum koma inn á vef ruv.is síðar í kvöld.

Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi, sem er efsti bærinn í austanverðri Skaftártungu, tók nokkur myndskeið af hlaupinu í dag. Hægt er að sjá eitt þeirra í spilaranum hér að ofan - þar sést hvernig drullugt jökulhlaupið æðir áfram. Þá er einnig hægt að hlusta á viðtal sem tekið var við Svein Rúnar fyrr í kvöld.

 

Skaftárhlaupið kom fram á mælinum við Sveinstind kl. 03:30 í nótt, 1. október. Rennslisaukningin við Sveinstind er hin ö...

Posted by Veðurstofa Íslands on 1. október 2015

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV