Erill hjá lögreglu í nótt

13.05.2017 - 08:17
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tvisvar þurfti lögregla að hafa afskipti af ölvuðum mönnum sem voru í eða við rangt heimili í nótt. Á miðnætti barst lögreglu tilkynning um ofurölvi mann sem var að berja utan á hús í Austurbænum. Þar kom í ljós að hann var að reyna að komast inn í ranga íbúð, og aðstoðaði lögregla hann við að komast til síns heima.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt hringdi húsráðandi á lögreglu þar sem ókunnur maður hafði komið sér fyrir inni á heimili hans. Hann reyndist ölvaður, en tókst þó að ræða við lögreglu. Hann var látinn laus eftir viðræður við lögreglu. 
Fimm tilkynningar bárust lögreglu um líkamsárásir eða slagsmál. Einn leitaði á slysadeild með áverka.

Brostist var inn í verslun í austurborginni á sjötta tímanum í morgun og komust gerendur á brott með þýfi. Lögregla rannsakar málið.
Sextán ökumenn voru stöðvaðir á götum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld og í nótt, grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV