Enn mótmælt við Gálgahraun

Náttúruverndarsinnar við skiltið sem komið var upp í morgun. RÚV-mynd.


  • Prenta
  • Senda frétt

Um fimmtán andstæðingar vegalagningar um Gálgahraun mótmæltu á framkvæmdasvæðinu í Garðabæ í morgun. Þeir hafa komið upp tveimur tjöldum og settu í dag upp skilti með áletrun um að það sé svissneskt fyrirtæki sem sjái um veglagninguna fyrir Vegagerðina.

Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar, sem eru hópur um 70 manns sem flestir eru í Sjálfstæðisflokknum, skoruðu í morgun á bæjarstjórn Garðabæjar að endurskoða afstöðu sína til vegframkvæmdanna sem nú standa yfir. Í ályktun þeirra er stórlega dregið í efa að mikil þörf sé fyrir fjögurra akreina hraðbraut þvert yfir hraunið. Þess er því óskað að aðrir kostir verði skoðaðir ítarlega.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku