Eldur er laus í álverinu á Reyðarfirði eftir að sprenging varð í spennustöð. Engin slys urðu á fólki en álverið er rafmagnslaust. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls, segir að ennþá logi í spennustöðinni en slökkvilið sé á staðnum. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni né hvaða áhrif rafmagnsleysið hefur á starfsemi álversins. Erna segir mjög slæmt þegar rafmagn fer af álveri en kerskálarnir þola nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi án þess að það valdi stórskaða.
Hér má sjá myndir sem Guðmann Þorvaldsson á Eskifirði tók við álverið fyrr í kvöld.