Stöðugur kraftur var í gosinu í Eyjafjallajökli í nótt til klukkan 4:30 en fór þá heldur að draga úr því. Gossúlan fór í 8,5 kílómetra hæð.

Stöðugur mökkur var upp úr gosstöðvunum og öskufall töluvert undir Eyjafjöllum og er enn að sögn fréttamanna á gossvæðinu. Mjög dimmt var sunnan undir jökli. Öskufallið er mjög þétt frá Núpi í vestri austur í Vík en er heldur minna á Mýrdalssandi. Að sögn lögreglu er eins og keyrt sé inn í vegg úr vestri við Núp. Í mekkinum sést ekki til jarðar úr bíl.

22 eldingar mældust frá miðnætti til 4:30; fleiri en í allan gærdag. Þá hafa nokkrir litlir skjálftar mælst í Öskju; 1,2 eða 1,3 á richter og í Krossárjökli en þar hafa þeir verið 2,2 til 2,3.

Kvikmyndatökumaður RÚV flaug yfir gosstöðvarnar í dag og tók einstakar myndir af gosmekkinum. Horfa

Séð frá Hvolsvelli: Mynd: Þór Ægisson.

Úr vefmyndavél Mílu á Valahnúk. Horfa