Ekki nóg að fjölga hraðhleðslustöðvum

Álagsstýring, heimtaugastækkanir, netlausnir og byggingareglugerðin. Ef rafbílavæðing á að verða að veruleika hér á landi þarf að huga að fleiru en fjölgun hraðhleðslustöðva. Verkfræðingur segir brýnt að taka tillit til hennar í skipulagsmálum og við þróun dreifikerfis. Þá þurfi að hafa rafbílavæðingu í huga við hönnun og byggingu nýrra fjölbýlishúsa því það sé margfalt dýrara að gera úrbætur eftir á.

Samtök rafverktaka stóðu í dag fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu. Stjórnvöld stefna að því að hlutdeild vistvænna bíla í samgöngum verði 10% fyrir árið 2020. Hvað þarf til svo það gangi eftir? Spegillinn ræddi stöðuna og framhaldið við Böðvar Tómasson, verkfræðing, og Ásbjörn R. Jóhannesson, framkvæmdastjóra Samtaka rafverktaka. 

Hlýða má á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.