Engin aska hefur borist til Hornafjarðar. Jón Garðar Bjarnason, varðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að í sínu umdæmi hafi ástandið verið verst í Skaftafelli og í Öræfum en vindar hafi verið íbúum austar hagstæðir. „Staðan núna er ágæt og við höfum dregið úr viðbúnaði en það verður vakt í nótt,“ segir Jón. Hann segir að bændur og íbúar hafi verið æðrulausir og allt hafi gengið vel miðað við aðstæður.