Egill Blöndal og Anna Soffía Víkingsdóttir urðu í dag tvöfaldir Íslandsmeistarar í júdó. Einn fremsti júdókappi landsins Þormóður Jónsson gat ekki tekið þátt vegna veikinda.
Egill sem keppir fyrir Selfoss mætti Sveinbirni Iura í tveimur úrslitarimmum, bæði í mínus 90 kg þyngdarflokki og í úrslitaglímunni í opna flokknum og hafði Egill betur í þeim báðum. Hann er þar með tvöfaldur Íslandsmeistari og í fyrsta sinn í opna flokknum.
Anna Soffía Víkingsdóttir sem keppir fyrir Draupni hefur um árabil verið ein fremsta júdókona landsins og varð einnig tvöfaldur meistari í dag. Hún sigraði Heiðrúnu Pálsdóttur í úrslitaglímu í mínus 78 kg flokki og svo í opna flokknum varð hún sinn sjöunda meistaratitil eftir sigur á Bereniku Bernat.