Eðvarð Egilsson í nýju myndbandi Lönu del Ray

Erlent
 · 
Menningarefni

Eðvarð Egilsson í nýju myndbandi Lönu del Ray

Erlent
 · 
Menningarefni
14.09.2017 - 11:17.Freyr Gígja Gunnarsson
Íslenski tónlistamaðurinn og fyrirsætan Eðvarð Egilsson leikur aðalhlutverkið í nýju myndbandi bandarísku söngkonunnar Lönu del Ray sem nefnist White Mustang. Eðvarð leikur þar kærasta söngkonunnar en hann hefur áður komið fram í myndböndum heimsfrægra tónlistarmanna á borð við Katy Perry og Havana Brown auk þess að leika í auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Levi's og Converse.

Í viðtali við mbl.is segir Eðvarð að hann hafi fengið símtal frá Lönu Del Rey sjálfri. „Þetta er stærsta hlutverk mitt hingað til,“ er haft eftir honum. Tökurnar á myndbandinu tóku tvo daga og Eðvarð sagði í viðtalinu að söngkonan hefði verið fagmanneskja fram í fingurgómana.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli en um það hefur meðal annars verið fjallað á vef NME og Rolling Stone. Digital Spy veltir því fyrir sér hvort þarna sé komið furðulegasta tónlistarmyndbandið á þessu ári en bætir við að það sé ákaflega fallegt.

Eðvarð var hluti af íslensku hljómsveitinni Steed Lord þar sem hann vann meðal annars með bróður sínum, Einari Egilssyni, og mágkonu, Svölu Björgvinsdóttur.