Enn stígur gufa upp af nýstorknuðu hrauni á Fimmvörðuhálsi sem stendur eins og eyland upp úr margra metra þykkum vetrarsnjónum. Fréttastofan var á hálsinum í veðurblíðu á fimmtudaginn þar sem Þór Ægisson myndatökumaður fangaði kyngimagnaðan dularkraft eldstöðvarinnar. Smellið á „Horfa“ hnappinn til að sjá myndirnar.