Dóri DNA dýfir sér í nördamenningu í nýrri þáttaröð. Í fyrsta þættinum kynnist hann því hversu gefandi það getur verið falla í bardaga í Öskjuhlíð.

Dóri DNA hefur kynnt sér menningu rappara og grínista í þáttaröðunum Rapp í Reykjavík og Djók í Reykjavík. Nú er komið að því að kynnast nördum í Reykjavík. 

Í fyrsta þætti Nörds í Reykjavík reynir hann fyrir sér í LARP-i, eða kvikspuna, þar sem fólk klæðir sig í búninga og setur á svið ævintýri. LARP stendur fyrir „live action role playing“ og um fimmtíu manns taka reglulega þátt í því í Öskjuhlíð og víðar í borginni.

Fyrsti þáttur af Nörd í Reykjavík verður sýndur á fimmtudag klukkan 20. Hægt er að horfa á brot úr þættinum hér fyrir ofan, þar sem rætt er við Auði Ósk Óskarsdóttur larpara.