Dæmdur í bann fyrir lygar

08.09.2016 - 15:48
epaselect epa05476156 Ryan Lochte of the USA reacts after competing in the men's 200m Individual Medley Final of the Rio 2016 Olympic Games Swimming events at Olympic Aquatics Stadium at the Olympic Park in Rio de Janeiro, Brazil, 11 August 2016.
 Mynd: EPA  -  RÚV
Bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte hefur verið dæmdur í tíu mánaða keppnisbann af bandaríska sundsambandinu eftir skrautlega uppákomu á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði. Þar hélt hann því fram að hann og þrír félagar hans í bandarísku sundsveitinn hefðu verið rændir og miðað á þá byssu.

Annað kom á daginn þegar myndir úr eftirlitsmyndavél voru skoðaðar og kærði brasilíska lögreglan þá félagana fyrir að ljúga í skýrslutöku. Lochte var harðlega gagnrýndur í kjölfarið og styrktaraðilar á borð við Speedo hafa snúið við honum bakinu. 

Niðurstaðan er tíu mánaða bann og Lochte fær heldur ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu á næsta ári. Hinir þrír eiga líka von á refsingu en þó vægari en forsprakkinn Lochte. 

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir