Chelsea með þrettán stiga forystu

18.03.2017 - 17:07
epa05856528 Chelsea's Gary Cahill (L) celebrates scoring the third goal during the English Premier League soccer match between Stoke City and Chelsea in Stoke, Britain, 18 March 2017.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized
 Mynd: EPA
Chelsea er með þrettán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útsigur á Stoke í dag. Willian og Gary Cahill skoruðu mörk Chelsea í dag en Jonathan Walters skoraði mark Stoke úr víti.

Everton er komið upp í sjötta sæti eftir 4-0 sigur á Hull City á heimavelli. Dominic Calvert-Lewis, Enner Valencia komu Everton yfir áður en Belginn Romelu Lukaku skoraði tvívegis í uppbótartíma.

Gott gengi Leicester City undir stjórn Craig Shakespeare heldur áfram en liðið vann góðan 2-3 útisigur gegn West Ham united og fjarlægist Leicester nú falldrauginn. Liðið er með 30 stig að loknum 28 umferðum.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

West Bromwich Albion 3 - 1 Arsenal
Crystal Palace 1 - 0 Watford
Everton 4 - 0 Hull City
Stoke City 1 - 2 Chelsea
Sunderland 0 - 0 Burnley
West Ham United 2 - 3 Leicester City

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður