Bryndís Rún Hansen úr Óðni komst í undanúrslit í 50 metra flugsundi á nýju Íslandsmeti á HM í sundi í 25 metra laug í Kanada í dag. Bryndís synti í undanrásum á 26,22 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um tæpa hálfa sekúndu, 0,48 sekúndu.

Bryndís varð fjórða í sínum riðli og náði fimmtánda besta tímanum af 73 keppendum. 16 efstu komust í undanúrslit sem verða í kvöld. Sundið hennar má sjá í spilaranum hér að ofan.