Mikil spenna ríkti í dag fyrir blaðamannafund bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Þar var greint frá nýrri uppgötvun sem talið er að geti haft áhrif á leit að lífi í geimnum.
Felisa Wolfe-Simon, lífefnafræðingur hjá NASA, greindi frá því að hún hefði gert uppgötvun í stöðuvatninu Mono í Kaliforníuríki sem gæti breytt umfjöllun um líf á jörðinni. Jafnvel geti það orðið til að breyta því hvernig leitað sé að lífi í geimnum. Wolfe-Simon fann nýja tegund af örveru í vatninu sem getur lifað þrátt fyrir mengun. DNA í nýju örverunni inniheldur arsenik í stað fosfórs eins og hjá öllum öðrum þekktum örverum á jörðinni.