Breytingar á lífeyrissjóðakerfi taka gildi

01.06.2017 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Réttindi opinberra starfsmanna í A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins breytast úr jöfnum í aldurstengd og lífeyrisaldur verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár frá og með deginum í dag.

Með nýja kerfinu verður hægt að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar án vandkvæða. Ríkissjóður greiðir rúma 106 milljarða til þess að tryggja lífeyrisréttindi starfsmanna við breytinguna.

Ríkið og sveitarfélögin undirrituðu samkomulag í september í fyrra við BSRB, Kennarasambandið og Bandalag háskólamanna um breytingar á lífeyriskerfinu. Þessi samtök íhuga nú málsókn vegna þess að ekki hafi verið staðið að fullu við samkomulagið.
 

 

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV