Allar líkur benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði á Írlandi á næsta ári um breytingar á mjög strangri löggjöf um fóstureyðingar. Nefnd þingsins sem falið var að fjalla um málið hefur nú samþykkt að leggja til nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá Írlands.
Ítök kaþólsku kirkjunnar hafa minnkað mikið
Ítök kaþólsku kirkjunnar á Írlandi hafa öldum saman verið mjög sterk, en veruleg breyting hefur orðið á því á síðustu árum. Írar samþykktu hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum. Leo Varadkar, Taoseach eða forsætisráðherra, er samkynhneigður, það hefði verið gersamlega óhugsandi þar til fyrir skömmu.
Breytingar væntanlegar á mjög strangri löggjöf
Nú bendir allt til þess að löggjöf um fóstureyðingar verði breytt, þær eru nánast algerlega bannaðar á Írlandi. Fyrir fimm árum lést Savita Halappanavar, rúmlega þrítugur tannlæknir, vegna þess að læknar neituðu henni um fóstureyðingu þó að líf hennar lægi við. Það leiddi til gríðarlega mótmæla og uppi voru háværar kröfur um breytingar. Þegar Leo Varadkar tók við embætti fyrr á þessu ári sagði hann að ætlun hans væri að leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um að áttunda breytingin á stjórnarskránni yrði afnumin, en það er ákvæðið um fóstureyðingar.
Tveir þriðju meðfylgjandi breytingum
Kannanir benda til þess að tveir þriðju hlutar kjósenda á Írlandi hyggist samþykkja afnám áttundu stjórnarskrárbreytingarinnar og gera þinginu þannig kleift að breyta lögum um fóstureyðingar.