Rokkhljómsveitin Blóðmör frá Kópavogi stóð uppi sem sigurvegari Musiktilrauna. Konfekt varð í öðru sæti og Ásta í því þriðja.
Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir úr hljómsveitinni Konfekt var valin söngvari/rappari Músíktilrauna. Trommuleikari Músíktilrauna kom úr sömu hljómsveit, Eva Kolbrún Kolbeinsdóttir.
Haukur Þór Valdimarsson úr hljómsveitinni Blóðmör var valinn gítarleikari Músíktilrauna.
Félagar úr Flammeus hrepptu tvenn verðlaun. Tumi Hrannar Pálmason var valinn bassaleikari Músíktilrauna og Guðjón Kolbeinsson hljómborðsleikari Músíktilrauna. Rafheili er Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir úr gugusar.
Viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku hlaut Ásta Kristín Pétursdóttir. Karma brigade var valin hljómsveit fólksins