Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði, segir að Björk Guðmundsdóttir sé ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar. Hann hefur rannsakað hagrænt gildi menningar fyrir samfélagið og segir gríðarleg verðmæti fólgin í menningu. Margir listamenn séu vel metnir í útlöndum og þar beri að nýta. Ágúst var gestur Samfélagins.