Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði við fjölmiðla þegar hann gekk á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, að það væri margt sem hann vildi ræða um við fjölmiðla. Hann ætlaði að gera það síðar í dag en fyrst væri það að hitta þingflokkinn.

„Núna ætla ég að tala við þingflokkinn en það er mjög margt sem mig langar að tala um við ykkur og ég ætla að gera það síðar í dag. En í millitíðinni þarf ég að vinna úr þessari óvæntu stöðu og næst er að hitta þingflokkinn.“

Bjarni vildi ekki gefa upp hvort hann myndi ganga á fund forseta Íslands né hvort hann ætlaði að freista þess að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta er einmitt atriði sem ég vil tala við ykkur um í dag.“

Bjarni sagðist vera reiðubúinn að ræða við fjölmiðla um stöðuna sem upp væri kominn - hann myndi gera það síðar í dag.