Mikið hefur dregið úr öskufalli á Kirkjubæjarklaustri undanfarnar klukkustundir. Þar var mjög dimmt í morgun þegar öskufallið var hvað mest en eftir því sem líða tók á daginn tók að birta til. Nú undir kvöld var farið að glitta í bláan himininn. Sterkur vindur úr norðri feykir öskunni suður á bóginn, vonandi út á haf.
Tilvera fólksins á Kirkjubæjarklaustri er öll farin úr skorðum - en eitt hefur þó ekki breyst - matvörubúðin í bænum hefur verið opin - enda er þar verslað með nauðsynjavörur.