Bílvelta í Hestfirði

04.08.2017 - 18:23
Nærmynd af merki lögreglunnar með einkennisorðunum "Með lögum skal land byggja".
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Bílvelta varð í Hestfirði í sunnanverðu Ísafjarðardjúpi rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þrír einstaklingar voru í bifreiðinni. Sjúkrabíll var sendur á vettvang til að flytja þá á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Lögreglan á Ísafirði er komin á vettvang til að rannsaka tildrög slyssins. Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.
Mynd með færslu
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV