Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, og Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu, hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla Björns Braga í hálfleik í dag. Þar segja þau ummælin vera afar ósmekkleg og segja miður að þetta hafi gerst.

Yfirlýsing Kristínar og Björns Braga:

Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofunnar, lét afar ósmekkleg ummæli falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í kvöld.
Björn Bragi hefur beðist afsökunar og af viðbrögðum hans og samtölum við hann er ljóst að sú afsökunarbeiðni er einlæg og hann gerir sér fulla grein fyrir alvarleika málsins.
Okkur þykir afar miður að þetta skuli hafa gerst og viljum við fyrir hönd íþróttadeildar RÚV biðjast afsökunar á þessu atviki.
Meðfylgjandi er myndbrotið þar sem Björn Bragi biðst afsökunar. Vefmiðlum er frjálst að birta það.
Fyrir hönd íþróttadeildar RÚV,
Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV
Björn Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu.