Belgar vissu af bönnuðu skordýraeitri í eggjum

06.08.2017 - 03:11
epa06123050 Eggs being destroyed at a poultry farm in Onstwedde, the Netherlands, 03 August 2017. The eggs are being destroyed on the order of the Dutch Food and Welfare Authority (NVWA) after it was discovered they contain toxic levels of the pesticide
 Mynd: EPA  -  ANP
Yfirvöld í Belgíu viðurkenna að þau vissu að skordýraeitur sem er á bannlista hafi kannski verið notað á egg í Hollandi mánuði áður en málið varð opinbert. Þetta vissu belgísk yfirvöld í júní en upplýsingarnar ekki gerðar opinberar vegna rannsóknar um neytendasvik, segir talskona hjá matvælastofnun Belgíu. Fréttastofa BBC segir frá þessu.

Milljónir eggja hafa verið fjarlægðar úr hillum matvöruverslana í Þýskalandi og Hollandi. Ástæðan fyrir þessu er skordýraeitur sem kallast fipronil, sem er notað til vinna gegn því sem á íslensku kallast rauður hænsnamítill. Efnið er á bannlista fyrir matvælaframleiðslu, en í ljós hefur komið að það hefur verið notað á um 180 eggjabúum í Hollandi, sem núna hefur verið lokað. Efnið er skaðlegt fólki og getur haft áhrif á nýra, lifur og skjaldkirtil.

Christian Schmidt, landbúnaðarráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir áhyggjum af þessu og hyggst hringja í starfsbróður sinn í Belgíu á mánudaginn. Talið er að fipronil hafi verið notað á allt að 10 milljónir eggja sem seld voru í Þýskalandi.

Holland er einn stærsti útflytjandi eggja í heiminum og sá stærsti í Evrópu. Um 10 milljarðar eggja er framleiddir ár hvert í Hollandi og 65 prósent eggjanna eru flutt úr landinu. 

Sjá frétt BBC hér.

epa06123111 German Agriculture Minister Christian Schmidt adresses a press conference on the discovery of contaminated eggs in Germany in Berlin, Germany, 03 August 2017. According to reports, Dutch eggs selled in Germany, contained toxic levels of the
 Mynd: EPA
Schmidt hringir til Belgíu á mánudaginn
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV