Barist á götum Ríó

Lögregla í Ríó í Brasilíu skaut tvo menn til bana í gærkvöld. Báðir eru taldir hafa verið í glæpagengjum sem tekist hafa á að undanförnu um yfirráð yfir eiturlyfjamarkaðinum í borginni.

Gengin börðust innbyrðis og við lögreglu í gærkvöld og fram á nótt. Kveikt var í níu strætisvögnum, 45 voru handteknir og hald lagt á þrjátíu sjálfvirk skotvopn í atlögu lögreglu gegn glæpahópunum. Þrír lögreglumenn slösuðust í atganginum að sögn  Robertos Sa, ráðherra öryggismála í Brasilíu. Hann segir að skipulögð glæpastarfsemi hafi verið að aukast í Ríó að undanförnu. Vart líði klukkustund án þess að lögreglan leggi hald á vopn af einhverju tagi.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV