Bann við klámi verður að vera meira en táknrænt og lögreglan þarf að fá nauðsynleg vopn til að framfylgja því, segir Sigríður Hjaltesteð,aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni. Hún talaði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Rannsókir á þessum málum færist nú með gríðarlegum þunga inn á netið.

Inntak ráðstefnunnar er klám - út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni. Samkvæmt hegningarlögum er klám undantekningarlaust bannað hér á landi - hvort sem er framleiðsla, dreifing eða sala - samt er klám að finna víða, - í hilum verslana og á netinu. Þó eru ákærur sjaldgæfar. Sigríður Hjaltested er aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.