Ljóst er að fjöldi fólks þurfi að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en áður verði nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku sjúklinga að veruleika. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur bendir á að frumvarpið geti bitnað á ákveðnum samfélagshópum sem séu illa búnir undir aukin kostnað og nefnir í því sambandi bæði lífeyrisþega og konur. „Konur nota hlutfallslega heilbrigðisþjónustu meira en karlmenn“, segir Gunnar. Þær séu líka tekjulægri en karlmenn.
Gunnar fjallaði um frumvarpið og eðli þeirra kerfisbreytinga sem það boðar í Samfélaginu á Rás 1 og má heyra viðtalið í heild sinni hér að ofan.