Aukafréttatími vegna stjórnarslita ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar verður í sjónvarpinu kl. 12. Sjónvarpið verður í beinni útsendingu frá Valhöll, Alþingi og Bessastöðum og rætt verður við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, en flokkurinn ákvað á miðnætti að slíta stjórnarsamstarfinu við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk.
Fréttatíminn verður textaður og rittúlkaður.