„Auðvitað skilur maður ekkert í þessu“ sagði Greta Salóme Stefánsdóttir, eftir að ljóst varð að hún kæmist ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hún segir að sér hafi liðið mjög vel á sviðinu í Stokkhólmi í kvöld og mikil orka verið í salnum. En ákveðnum hlutum hafi maður ekki stjórn á – til dæmis með hvaða löndum Ísland lenti í riðli.

Það eina sem maður getur ráðið er að flytja sitt eins vel og maður mögulega getur. Og ég held að við höfum gert það í kvöld.

Sagði Greta Salóme í kvöld. Hægt er að horfa á viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.