Auður er fyrsta bókin af þremur sem Vilborg Davíðsdóttir skrifar um einu landnámskonu Íslands Auði djúpúðgu og hafa tvær þeirra þegar komið út, Auður 2009 og Vígroði 2012. Skáldsagan Auður segir frá uppvaxtarárum Auðar Ketilsdóttur djúpúðgu á eynni Tyrvist undan Skotlandsströndum. Hún hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sunnudaginn, 4. september ræðir Auður Aðalsteinsdóttir við Sverri Jakobsson og Völu Garðarsdóttur.

Hér má heyra höfundinn Vilborgu Davíðsdóttur lesa upphaf bókarinnar. Einnig má heyra viðtal við Vilborgu og lestur brots síðar úr bókinni

Fyrsta skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur, sem er þjóðfræðingur að mennt, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir. Báðar þessr sögur gerast um aldamótin 900 og segja frá baráttu ambáttarinnar Korku Þórólfsdóttur fyrir betra lífi og fylgja henni eftir úr ánauð á Íslandi til Heiðabæjar í Danmörku og heim aftur um Suðureyjar og Orkneyjar til frelsis og landnáms á Vestfjörðum. Við Urðarbrunn hlaut verðlaun Íslandsdeildar IBBY 1994 og ári síðar fékk framhaldsbókin, Nornadómur, verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur. Bækurnar voru endurútgefnar árið 2001 í einni bók undir titlinum Korku saga. Þær hafa notið mikilla vinsælda og verið notaðar við kennslu í grunn- og framhaldsskólum um land allt.

Þriðja bók Vilborgar er Eldfórnin  frá árinu 1997 er söguleg skáldsaga sem byggir á atburðum sem urðu í Kirkjubæjarklaustri á 14. öld þegar nunna var brennd þar á báli árið 2000 koma svo Galdur sem sömuleiðis byggir á sögulegum atburðum og gerist í Skagafirði á 15. öld þegar Englendingar réðu lögum og lofum á Íslandi. Með skáldsögunni Hrafninn sem kom út árið 2005 flytur Vilborg sögusvið sitt til Grænlands en sagan er eins og allar bækur hennar byggð á heimildum og í Hrafninn eru það heimildir um lífshætti inúíta og norrænna manna á Grænlandi um miðja 15. öld og örlögum byggðanna sem stofnað var til þar af landnámsfólki frá Íslandi um 1000. Hrafninn var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunann