Flutningur á verkinu Seqinniarfik eftir grænlenska tónskáldið Arnannguaq Gerstrøm.
Flutningurinn er hluti af hátíðarviðburði fullveldisdagsins í Hörpu.
Íslendingasögur - sinfónísk sagnaskemmtun er nýstárleg sýning í tali og tónum, byggð á sögum Íslendinga fyrr og nú, ofin í myndrænan ljósagjörning. Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einleikurum, söngvurum og leikurum spinna sinfónískan sagnavef ásamt kórunum Schola cantorum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Arnbjörg María Danielsen. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.
Sýningin er unnin er í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og RÚV.